Kynningarfundur um tannheilsu hrossa

Hestatennur
11.04.2013 Fréttir - Dýraheilbrigði

Matvælastofnun heldur kynningarfund um tannheilsu hrossa í kvöld, fimmtudaginn 11. apríl, kl. 19:30 í Austrakjallaranum á Egilsstöðum. Fjallað verður um almenna tannheilsu auk þess sem komið verður inn á mögulegar afleiðingar flúormengunar á tennur hrossa. Fyrirlesari er Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Til baka