Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í kjúklingasúpu

09.05.2011 Fréttir - Innkallanir

 
Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um vanmerkta ofnæmis- og óþolsvalda (hveiti) í kjúklingasúpu frá Ektafiski og hefur hún verið innkölluð af markaði.

Vöruheiti:  "Matarmikil kjúklingasúpa með núðlum og grænmeti".   
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Ektafiskur ehf., Hafnargötu 6, 621 Dalvík.  
Auðkenni/skýringartexti:   Matarmikil kjúklingasúpa með núðlum og grænmeti. Strikamerki  vöru 5690870014136. Merkt" Best fyrir dagsetning " 25.10.2011 og 06.09.2011.
Dreifing: Verslanir Hagkaupa og Kostur á Dalsvegi.

       

Ítarefni
Til baka