• Email
  • Prenta

Fræðslufundur: Hvernig á að merkja matvæli?

20.04.2011 Fréttir - Fræðslufundir

    
Mikið hefur verið um innkallanir vegna vanmerkinga á umbúðum matvælaframleiðenda að undanförnu. Slíkar vanmerkingar geta verið villandi fyrir neytendur og valdið neytendum með fæðuóþol eða -ofnæmi skaða, auk þess að hafa neikvæð áhrif á fjárhag og ímynd matvælafyrirtækja.
 
Matvælastofnun heldur fræðslufund um merkingar matvæla miðvikudaginn
27. apríl kl. 15:00 - 16:00 þar sem farið verður yfir hvernig merkja eigi matvæli og þær kröfur sem gerðar eru til innihaldslýsinga.

 
Á fundinum verður fjallað almennt um merkingar matvæla, og síðan farið sérstaklega yfir atriði varðandi innihaldslýsingar með áherslu á merkingar ofnæmis- og óþolsvalda.

Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni útsendingu á vef MAST undir Útgáfa - Fræðslufundir. Þar verður einnig birt upptaka að fræðslufundi loknum, ásamt fyrirlestrum.

Fyrirlesari:

   
Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun

Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir! 

 

ÍtarefniTil baka