Varað er við neyslu kraftaverkalausnarinnar MMS

01.10.2010 Fréttir - Fréttir

  Eitrunarmiðstöð Landspítalans vakti athygli á því s.l. janúar að hægt væri að kaupa á netinu svokallaða „kraftaverkalausn“ MMS (Miracle Mineral Solution) sem valdið getur alvarlegum veikindum og jafnvel dauða. Þessi lausn er einnig kölluð kraftaverkaefni (Miracle Mineral Supplement). Í þessari lausn er 28% natríum klórít (NaClO2) sem  er ætlað að lækna marga sjúkdóma allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem styðja notkun þessarar lausnar við sjúkdómum. Natríum klórít er eitur sem valdið getur  metrauðablæði (methemoglobulinemia), skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun.

Eindregið er varað við notkun þessarar kraftaverkalausnar. Mikilvægt er að tilfelli þar sem grunur leikur á eitrun af völdum MMS séu tilkynnt til yfirvalda.

Til baka