• Email
  • Prenta

Kaup og sala á fóðri

Einungis má hafa viðskipti með fóður hér á landi, sem er framleitt innan EES-svæðisins, ef fyrirtækið er skráð í viðkomandi landi.

Einungis má hafa viðskipti með fóður frá landi utan EES-svæðisins ef fyrirtækið hefur skráðan fulltrúa (umboðsmann) með staðfestu hér á landi eða í öðru EES-ríki. 

Fyrirtæki hér á landi, sem meðhöndla aukefni eða fóður sem aukefnum er blandað í, skulu jafnframt hafa sérstaka heimild Matvælastofnunar til þeirrar starfsemi (viðurkenningu).

Vegna viðskipta með fóður frá löndum utan EES svæðisins, sem inniheldur aukefni er þess krafist að fulltrúinn sé viðurkenndur.