• Email
 • Prenta

Hráefni

Hráefni til fóðurgerðar er háð eftirliti Matvælastofnunar.  Fyrirtæki sem flytja inn eða framleiða hráefnistil fóðurgerðar skulu skráð hjá stofnuninni. Hráefni sem fóðurfyrirtæki flytja inn eða framleiða skulu einnig skráð hjá stofnuninni.

Hráefni er hreint fóður, þ.e. afurðir úr jurta- eða dýraríkinu, eins og þær koma fyrir í náttúrunni, nýjar eða rotvarðar, svo og afurðir þeirra úr iðnaðarvinnslu.  Einnig lífræn eða ólífræn efni notuð ein sér eða í blöndum sem gefin eru dýrum.

Fyrirtækin sem flytja inn eða framleiða hráefni til fóðurgerðar skulu gera skriflega áætlun um gæðastjórnun og hrinda henni í framkvæmd. Gæðastjórn skal byggja á góðum framleiðsluháttum (GFH).

Bannað er að selja og nota eftirtalin hráefni:

 • Skít og hland,  svo og gor og  annað sem er fjarlægt úr meltingarvegi  við tæmingu eða skolun hans án tillits til meðhöndlunar eða blöndunar
 • Skinn meðhöndluð með sútunarefnum, þar með talinn úrgangur þeirra
 • Fræ, korn og plöntur, önnur plöntufjölgunarefni og hugsanlegar aukaafurðir þeirra sem meðhöndlaðar hafa verið með plöntu-varnarefnum eftir uppskeru
 • Timbur, sag og annað sem hefur verið meðhöndlað með fúavarnarefnum
 • Allan úrgang frá aðskiljanlegum stigum hreinsunarferlis þéttbýlis-, húsa- og iðnaðarskólps án tillits til frekari hreinsunar þessa úrgangs og uppruna skólpsins.
  Hugtakið „skólp“ á ekki við um „vinnsluvatn“, þ.e. frárennsli í sérleiðslum í fyrirtækjum í matvæla- og fóðuriðnaði; vatn, sem er veitt í þessar leiðslur, skal vera heilnæmt og hreint. Einnig er heimilt að veita hreinum sjó í leiðslur í fiskvinnslustöðvum. Vinnsluvatn skal einungis innihalda fóðurefni eða matvæli og skal vera tæknilega laust við hreinsiefni, sótthreinsandi efni eða önnur efni sem eru óheimil samkvæmt löggjöfinni um fóður.
  Meðhöndla ber efni úr dýraríkinu í vinnsluvatninu í samræmi við reglugerð nr. 395/2012 um (3.) breytingu á reglugerð nr. 108/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1774/2002 um heilbrigðisreglur um aukaafurðir úr dýrum.
  sem ekki eru ætlaðar til manneldis.
 • Fastur úrgangur frá bæjarfélögum, t.d. húsaskólp.
 • Ómeðhöndlaður úrgangur frá veitingahúsum, að undanskildum matvælum úr jurtaríki sem ekki teljast hæf til neyslu vegna þess að þau eru ekki nógu fersk.
 • Umbúðir og hlutar af umbúðum sem falla til vegna notkunar á afurðum í tengslum við matvælaframleiðslu í landbúnaði.
 • Prótein úr vefjum spendýra sem innihaldsefni í fóðurblöndum. Úrgang og/eða annað hráefni úr fiskeldi í fóður fyrir eldisfisk.