• Email
  • Prenta

Gæludýra- og loðdýrafóður

Fóður fyrir dýr sem ekki eru ætluð til manneldis er háð eftirliti Matvælastofnunar. Framleiðendum, innflytjendum og seljendum ber að tryggja að fóður, sem ætlað er gæludýrum, loðdýrum og öðrum dýrum sem ekki eru ætluð til manneldis, sé ekki skaðlegt dýrum, mönnum eða umhverfi. Þeir sem stunda slíka starfsemi ber að skrá hana hjá Matvælastofnun ásamt þeim fóðurvörum sem þeir framleiða, flytja inn og/eða selja.