• Email
  • Prenta

Merkingar

Samkvæmt lögum og reglugerðum mega merkingar á umbúðum fóðurs ekki vera villandi fyrir kaupendur vörunnar, sérstaklega hvað varðar eiginleika fóðursins, samsetningu, geymsluþol og fleira. Einnig má ekki taka fram eiginleika sem ætla má að allt sambærilegt fóður hafi.

Merkingar skulu vera greinilegar, auðlæsilegar og á opinberu máli þess lands þar sem varan er seld.  Gæludýrafóður má þó merkja á öðrum norrænum málum eða ensku, enda sé kaupendum tryggð skrifleg íslensk þýðing við kaup vörunnar.

Fyrirtæki eða einstaklingar sem setja fóður á markað eru jafnframt ábyrg fyrir merkingum þess.

Í merkingum eða leiðbeiningum með fóðri má ekki taka fram að það lækni, komi í veg fyrir eða lini ákveðna sjúkdóma eða heilsufarsvandamál.

Hér að neðan má finna upplýsingar um lögboðnar kröfur um merkingar á fóðri og sértækar reglur um merkingu gæludýrafóðurs.

Ítarefni