• Email
  • Prenta

Fóðurverksmiðjur

Fyrirtæki eða einstaklingar sem hyggjast framleiða fóður skulu óska eftir skráningu hjá Matvælastofnun á sérstöku eyðublaði, áður en framleiðsla hefst.

Fóður eru afurðir úr jurta- eða dýraríkinu eins og þær koma frá náttúrunni, nýjar eða rotvarðar, fullunnar eða unnar að hluta og lífræn eða ólífræn efni, notuð ein sér eða í blöndum, með eða án aukefna sem gefin eru dýrum.

Í stuttu máli er fóður allt sem fer upp í munn á dýrum, nema lyf.

Sækja þarf um skráningu hverrar fóðurtegundar til Matvælastofnunar á sérstöku eyðublaði.  Með umsókninni þar að fylgja innihaldslýsing fyrir vöruna þar sem fram kemur hráefnainnihald í fallandi röð eftir magnhlutfalli og innihald aukefna ásamt efnagreiningu á fóðrinu.

Innihaldi fóðrið dýraafurðir og komi frá löndum innan EES þarf einnig að fylgja yfirlýsing framleiðanda um meðhöndlun til varnar örverugróðri.

Þegar umsókn um skráningu fyrirtækis hefur borist tekur Matvælastofnun út aðstöðu og áætlun um innra gæðaeftirlit fyrirtækisins. Fullnægi fyrirtækið kröfum sem gerðar eru í reglugerðum er fyrirtækið skráð og fær sérstakt skráningar-/leyfisnúmer.