• Email
  • Prenta

Almennt um gæðastjórnun

Frumframleiðsla fóðurs

Með frumframleiðslu fóðurs er átt við framleiðslu landbúnaðarafurða, einkum ræktun, uppskeru, mjaltir og eldi dýra (fram að slátrun) eða fiskveiðar, sem eingöngu gefa af sér afurðir sem hljóta ekki aðra meðhöndlun eftir uppskeru, söfnun eða veiðar en einfalda, ytri meðhöndlun.

Fyrirtæki sem stunda:

  • frumframleiðslu fóðurs
  • flutning, geymslu og meðhöndlun frumframleiðsluvara á framleiðslustað
  • flutning í því skyni að afhenda frumframleiðsluvörur á framleiðslustað til starfsstöðvar
  • blöndun fóðurs, sem er eingöngu fyrir eigin bújarðir, án þess að nota aukefni eða forblöndur með aukefnum að undanskildum íblöndunarefnum til votheysverkunar 

...skulu fara eftir I. viðauka við reglugerð um fóður sem tiltekur kröfur til fóðurfyrirtækja á frumframleiðslstigi.  

Góðir framleiðsluhættir 

Gerð er krafa um góða framleiðsluhætti.  Bændasamtökin hafa tekið saman leiðbeiningar fyrir bændur varðandi góða framleiðsluhætti sem taka mið af kröfum í I. viðauka.

Bændur skulu jafnframt fara að ákvæðunum, sem sett eru fram í III.viðauka reglugerðar um fóður, við fóðrun dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis.

Stjórnendur fóðurfyrirtækja, þ.m.t. bændur, skulu eingöngu fá og nota fóður frá fyrirtækjum sem eru skráð og/eða samþykkt í samræmi við þessa reglugerð.

Fóðurframleiðsla önnur en frumframleiðsla

Að því er varðar aðra starfsemi en frumframleiðslu fóðurs, þ.m.t. blöndun fóðurs sem er eingöngu fyrir eigin bújarðir þegar notuð eru aukefni eða forblöndur aukefna, að undanskildum aukefnum til votheysverkunar, skulu stjórnendur fóðurfyrirtækja fara að ákvæðum II. viðauka við reglugerð um fóður.

Greining áhættu og mikilvægir stýristaðir

Stjórnendur fóðurfyrirtækja, sem reka aðra starfsemi en frumframleiðslu fóðurs, skulu innleiða, koma á og viðhalda fastri, skriflegri aðferð eða aðferðum sem byggjast á greiningu áhættu og mikilvægum stýristöðum (HACCP meginreglunum) eins og fram kemur í 6. og 7. gr. reglugerðar um fóður