• Email
  • Prenta

Áhættumat

Fóðurfyrirtækjum sem þegar eru skráð hjá Matvælastofnun hefur verið skipt í 5 áhættuflokka. Í töflunni eru jafnframt settar inn þær breytingar sem líklegar eru við gildistöku nýrra reglugerða um öryggi og heilbrigði fóðurs (innan sviga og skáletrað).

1.
Mjög lítil hætta
Innflutningur og/eða framleiðsla fóðurs fyrir gæludýr.
(Væntanlegt:  Flutningur á fyrirfram pökkuðu fóðri)

2.
Lítil hætta
                                                    

Innflutningur tilbúins fóðurs fyrir dýr til manneldis.
Framleiðsla próteinsnauðs hráefnis eða loðdýrafóðurs.
(Væntanlegt: Framleiðsla gróffóðurs fyrir dýr til manneldis og fóðrun þeirra, þ.e. hefðbundinn búskapur.)
3.
Nokkur hætta
Bú með eigin fóðurframleiðslu með aukefnum eða forblöndum og innflutningur aukefna eða forblandna.
(Væntanlegt: Flutningur á fóðri í lausu)
4.
Hætta
Framleiðsla og dreifing fóðurs með aukefnum eða
forblöndum aukefna (án hníslalyfja) fyrir dýr til manneldis og framleiðsla og/eða innflutningur próteinríkra hráefna til fóðurgerðar. 
(Væntanlegt: Fóðrun svína og alifugla)
5.
Mikil hætta
Framleiðsla og dreifing fóðurs með aukefnum, þ.m.t.
hníslalyfjum, fyrir dýr til manneldis og innflutningur próteinríkra hráefna til fóðurgerðar.
 
Fjöldi fyrirtækja í hverjum flokki er mjög misjafn.  Í 5. áhættuflokki, mikil hætta, eru aðeins tvö fyrirtæki en í 2. áhættuflokki, lítil hætta, eru u.þ.b. 80 fyrirtæki.

Í starfi fóðureftirlitsins hefur fram að þessu verið lögð áhersla á eftirlit með 3. 4. og 5. áhættuflokki hvað varðar sannprófun innra eftirlits og sýnatöku.  Eftirlit með 1. og 2. áhættuflokki hefur fyrst og fremst verið skjalaeftirlit við skráningu fóðurs og innflutning.