• Email
  • Prenta

Áætlun

Áætlun um eftirlit með fóðri 2009

Starf eftirlitsins árið 2009 mun bera þess merki að væntanlegar eru nýjar reglugerðir um heilbrigði og hollustu matvæla og fóðurs fyrir dýr til manneldis (178/2002/EC og 183/2005/EC) og opinbert eftirlit með matvælum og fóðri (882/2004/EC). 

Eftirlit með fóðri fyrir dýr til manneldis

Eftirlit með framleiðslu og innflutningi fóðurs fyrir dýr til manneldis verður fólgið í að upplýsa og leiðbeina fyrirtækjum varðandi þessar nýju reglugerðir.  Jafnframt fer fram hefðbundið eftirlit, t.d. að sannreyna innra eftirlit fyrirtækja og taka eftirlitssýni af fóðri. 

Þegar nýjar reglur taka gildi þarf að skrá alla starfsemi sem hefur með fóður eða fóðrun að gera, þ.e. bændur sem framleiða hey og bygg, bændur með heimablöndun fóðurs, hestamenn sem ala hross, innflytjendur, kaupendur, seljendur og flytjendur fóðurs, verksmiðjur sem framleiða fóður o.s.frv. 

Þeir einir eru undanskyldir sem framleiða fóður eingöngu fyrir dýr sem þeir ala og neyta sjálfir eða sem afhenda „lítið“ af frumframleiðslu fóðri beint til „nágranna".

Eftirlitssýni

Með væntanlegum reglugerðum er aukin áhersla á að fyrirtækin sjálf fylgist með gæðum og öryggi framleiðslunnar með reglubundinni sýnatöku sem skal vera hluti af áætlun fyrirtækisins um innra eftirlit.  Þrátt fyrir það er nauðsynlegt að fóðureftirlitið taki tilviljanakennd eftirlitssýni af framleiðslu fóðurfyrirtækja t.d. til að fylgjast með innihaldi aukefna, hníslalyfjaleifa og óæskilegra efna.  Eftirlitssýnum mun þó fækka frá því sem verið hefur og áhersla frekar lögð á sérstaka öryggisþætti í fóðrinu.  Á árinu 2009 er  lagt til að lögð verði sérstök áhersla á að fylgjast með örveruinnihaldi hráefna til fóðurgerðar og ástandi íslensks byggs m.t.t. sveppagróðurs.  Auk þess er lagt til að tekið verði mið af tilkynningum úr RASFF kerfinu um: 

  • blý og díoxín í Sinkoxíði og Mangan(II)oxíði 
  • oxytetracyclin í fiskafóðri
  • melamín, EDDI*  og salmonellu í gæludýrafóðri
  • kjöt- og beinamjöl af landdýrum sem ekki eiga að finnast í fóðurvörum 
  • hníslalyf í kjúklingafóðri þar sem það á ekki að vera
  • kadmíum í Monocalcium phospate

*  EDDI er skammstöfun fyrir Ethylenediamine dihydroiodide sem er óheimilt að nota í fóður.