Eftirlit

Fóðureftirlit fer samkvæmt lögum nr. 22 frá 29. mars 1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, ásamt með síðari breytingum og reglugerð nr. 340 frá 30. apríl 2001, um eftirlit með fóðri, ásamt með síðari breytingum. Einnig eru ákvæði varðandi fóður í öðrum lögum og reglugerðum. Ísland hefur skrifað undir II. kafla, I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem fjallar um dýrafóður. Reglur ESB um dýrafóður taka því gildi hér á landi eftir lögformlega meðferð Alþingis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. 

Undirflokkur og tengiliður