• Email
  • Prenta

Sérfóður

Sérfóður er fóðurblanda sem vegna efnis- eða eðlisgerðar er frábrugðin bæði venjulegu fóðri og lyfjum og markmið með notkun er að fullnægja sérstakri næringarþörf.

Krafa til fóðurblöndu sem ætluð er til að fullnægja sérstökum næringarþörfum er að notkunarsvið blöndunnar sé í samræmi við næringarmarkmiðið í 1. dálki, dýrategund eða hóp sbr. 3. dálk og einn eða fleiri af þeim eiginleikum í 2. dálki sem tilgreindir eru í töflu 3.1. í 5. viðauka reglugerðar nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri.