• Email
  • Prenta

Óæskileg efni

Óæskileg efni eru sérhver þau efni eða afurðir, að undanskildum sjúkdómsvöldum, sem eru í og/eða á afurðum sem ætlaðar eru í fóður og sem heilbrigði dýra eða manna eða umhverfinu stafar hugsanlega hætta af eða sem gæti haft skaðleg áhrif á búfjárframleiðslu.

Einungis er heimilt að nota óæskileg efni, sem talin eru upp í B hluta 1. viðauka reglug. nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, í afurðir sem ætlaðar eru í fóður í samræmi við skilyrðin sem þar er mælt fyrir um.

Óheimilt er að blanda afurðir, sem ætlaðar eru í fóður og innihalda óæskileg efni í magni sem er yfir hámarksviðmiðunargildi, sömu afurð eða öðrum afurðum, sem ætlaðar eru í fóður, í því skyni að þynna þær.

Fóðurbætir má ekki innihalda meira af óæskilegum efnum, en tilgreint er fyrir heilfóður.