• Email
  • Prenta

Fóðurbætir

Fóðurbætir eru fóðurblöndur sem eru ríkar af vissum efnum sem vegna samsetningar sinnar og mikils innihalds einstakra efna teljast því aðeins nægja sem dagskammtur að þær séu gefnar með öðru fóðri.

Innihaldi fóðurbætir selen skal innihald þess í steinefnafóðurbæti ekki fara yfir 25 mg/kg og í öðrum fóðurbæti ekki yfir 2,5 mg/kg. Steinefnafóðurbætir er aðallega steinefni og inniheldur að minnsta kosti 40% ösku.

Fóðurbætir má ekki innihalda meira af óæskilegum efnum, sem talin eru upp í B hluta 1. viðauka reglugerðar nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, en tilgreint er fyrir heilfóður