• Email
  • Prenta

Flokkun smitsjúkdóma

Í reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma nr. 52/2014, er smitsjúkdómum skipt í þrjá flokka eftir alvarleika. Í 2. grein reglugerðarinnar er listi yfir alvarlega tilkynningarskylda sjúkdóma, í 3. grein eru aðrir tilkynningarskyldir sjúkdómar tilgreindir og skráningarskyldir sjúkdómar í 5. grein.

Leiði rannsókn í ljós eða ef dýralæknir fær grun um tilkynningarskyldan sjúkdóm eða sjúkdóm áður óþekktan hér á landi, skal það án tafar tilkynnt til Matvælastofnunar. Ef hins vegar um er að ræða skráningarskyldan sjúkdóm skal dýralæknir hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og málið tilkynnt að því marki sem nauðsynlegt er.

Dæmi um alvarlega tilkynningarskylda sjúkdóma: Gin- og klaufaveiki, hundaæði, miltisbrandur, berklar, kúariða, mæði-visna, riðuveiki, svínapest, sullaveikifár, fuglaflensa o.fl.

Dæmi um aðra tilynningarskylda sjúkdóma: Garnaveiki, hringskyrfi, salmonellusýkingar, sullaveiki, hestainflúensa, illkynja slímhúðarbólga í nautgripum, svínainflúensa, hundafár o.fl.

Dæmi um skráningarskylda sjúkdóma: Hvanneyrarveiki, kýlapest, lungnapest, herpeskvef í hrossum, tannlos, rauðsýki í svínum, snúðtrýni, svínakregða, kattafár, smáveirusótt í hundum, smitandi lifrarbólga í hundum o.fl.

Ítarefni