• Email
  • Prenta

Upplýsingabrunnur

Hér má finna ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar varðandi einstaklingsmerkingar búfjár. Þegar númer greina (t.d. 14. gr.) birtast í upplýsingum er átt við númer greina í reglugerð um merkingar búfjár. Einnig má finna umsóknareyðublöð fyrir viðurkenningu á merkjum í búfé og skilyrði MAST til merkja í búfé.

Leita má eftir frekari upplýsingum um merkingar búfjár hjá viðkomandi búnaðarsamböndum, héraðs- og eftirlitsdýralæknum, Bændasamtökum Íslands og dýraheilbrigðissviði MAST á Selfossi. Ábendingar um það sem betur má fara í þessum upplýsingum eru vel þegnar en þær má senda á mast@mast.is