• Email
 • Prenta

Þrif og sótthreinsun lamba- og kiða-merkja

Samkvæmt 18. grein reglugerðar nr. 289/2005 um merkingar búfjár ásamt síðari breytingum er endurnýting lamba- og kiðamerkja óheimil nema með leyfi Landbúnaðarstofnunar (LBS).

Stofnunin heimilar endurnýtingu lamba- og kiðamerkja sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar sé farið eftir neðangreindu:

 1. Innleggjandi leitar eftir því við sláturleyfishafa hvort hann geti fengið merkin afhent úr sláturhúsi.
 2. Sláturleyfishafi ákveður hvort hann sjái sér fært að uppfylla skilyrði LBS um afhendingu merkjanna. Sé ekki hægt að uppfylla skilyrði LBS fyrir endurnýtingu merkja er ekki heimilt að afhenda eða endurnýta merkin.

Eftirfarandi skilyrði gilda fyrir endurnýtingu merkjanna:

 1. Merkin skulu þrifin og sótthreinsuð í viðkomandi sláturhúsi.
  • Aðstaða fyrir þrif og sótthreinsun á merkjum skal vera þannig útbúin að óhreinindi berist ekki inn í hana (krossmengun) úr innra sem ytra umhverfi sláturhússins.
  • Þess skal gætt að óhrein merki komist hvorki í beina né óbeina snertingu við hrein merki eða merki sem verið er að þrífa.
  • Óhrein merki skal leggja í heitt sápuvatn svo óhreinindi nái að leysast upp. Að því loknu skulu þau þrifin/burstuð vel svo öll sjáanleg óhreinindi hverfi.
  • Þá skulu merkin lögð í volgt vatn í 30 mínútur með Biosolve eða öðru sambærilegu efni. Skal blandan vera 1% (1 ml Biosolve í 100 ml af volgu vatni eða 10 ml Biosolve í 1 L af volgu vatni).
  • Þá skal aftur bursta og skola merkin vel í volgu vatni, þau síðan þurrkuð eða látin þorna á hreinum fleti.
  • Þurr merkin skulu sótthreinsuð með Virkon S sótthreinsiefni. Skal styrkur sótthreinsivökvans vera 2%. (5 grömm Virkon í 2,5 L af volgu vatni). Merkin skulu liggja í sótthreinsblöndunni í a.m.k. 20 mínútur. Ekki þarf að skola af merkjunum eftir sótthreinsun. Sótthreinsblandan skal ávallt halda rauðableika litnum en hann segir til um virkni hans.
  • Merkin þurrkuð eða þau látin þorna á hreinum fleti. Þegar merkin eru þurr skal þeim pakkað í hreinar umbúðir t.d. plastpoka. 
   2. Héraðs- eða eftirlitsdýralæknar í viðkomandi sláturhúsi viðurkenna framkvæmd þrifa og sótthreinsana. Skulu þeir samþykkja aðstöðu áður en þrif fara fram og fara með eftirlit með framkvæmd þrifa og sótthreinsana.

Sjá myndræna framsetningu