• Email
  • Prenta

Skilgreiningar


Hugtak/orð

Skilgreining

Á við

Tenglar

Umráðamaður búfjár

Eigandi búfjár eða aðili sem er ábyrgur fyrir fóðrun, aðbúnaði og vörslu þess í samræmi við lög nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl.

Allt búfé

Búfé

Hross, nautgipir, svín, sauðfé, geitfé, alifuglar.

Svín

Ásett lífdýr, gyltur og geltir.

Grís

Spenagrís, fráfærugrís eða eldisgrís.

Merki

Plötumerki, frostmerki, örmerki eða önnur rafræn merki, húðflúr eða önnur skráning sem Matvælastofnun viðurkennir fyrir einstakar búfjártegundir.

Allt búfé

Viðurkenning merkja
Viðurkennd merki

Búsnúmer

Landnúmer skv. fasteignamati auk númers rekstrareiningar innan býlis.

Nautgripi og svín

Bæjarnúmer

Númer býlis í sauðfjárrækt skv. landsmarkaskrá.

Sauð- og geitfé

Einstaklingsnúmer

Einkvæmt númer/bókstafir fyrir hvern ásetningsgrip á landsvísu.

Allt ásett búfé

Eldisnúmer

Fjögurra stafa númer grísa samsett af tveggja stafa framleiðandanúmeri og tveggja stafa vikunúmeri.

Grísi

Hvernig á að merkja svín

Framleiðandanúmer

Tveggja stafa númer svínahjarðar ákveðið af landbúnaðarráðuneytinu.

Svínabú

Framleiðandanúmer svínabúa

Vikunúmer

Tveggja stafa númer vikunnar sem spenagrís er fæddur í.

Grísi

Fæðingarnúmer

Einstaklingsnúmer hrossa á heimsvísu. Í WorldFeng einnig nefnt FEIF-ID númer.

Hross, folöld

www.worldfengur.com/

Gripanúmer

Númer grips innan hjarðar sem jafnframt er síðasti hluti einstaklingsnúmers.

Nautgripi, sauð- og geitfé, svín

Hópnúmer

Minnst tíu stafa númer hóps í alifuglabúi.

Alifugla

Hvernig á að merkja alifugla

Lamba-/kiðanúmer

Einkvæmt númer lamba innan hvers býlis innan fæðingarárs.

Lömb og kið

Dæmi um lamba-/kiðamerki

Lamba-/kiðamerki

Merki sem sett eru í lömb og kið að vori

Lömb og kið

Dæmi um lamba-/kiðamerki

Valnúmer

Númer sem umráðamaður nautgripa velur.

Nautgripi

Hjarðbók

Gagnagrunnur eða skýrsluhaldsform sem umráðamanni búfjár, að alifuglum undanskildum, er skylt að skrá í tilgreindarupplýsingar um dýr í hans umsjón.

Nautgripi, sauð- og geitfé, svín og hross

Nautgripir, sauð- og geitfé
Svín
Hross

Heilsukort

Safn upplýsinga með gögnum um greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Nautgripi, sauð- og geitfé, svín og hross

Heilsukort

Eftirlitsaðili

Yfirdýralæknir, héraðsdýralæknir eða annar aðili sem hefur með höndum eftirlit með framkvæmd ákvæða reglugerðar þessarar.

Allt búfé

Skráningaraðili

Aðili sem annast skráningu upplýsinga í umboði landbúnaðarráðuneytisins, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar.

Aðilinn er Bændasamtök Íslands

www.bondi.is

Tölvuskráningarkerfi

Skráningarkerfi sem yfirdýralæknir hefur eftirlit með.

MARKið

www.bufe.is

Landsmarkaskrá

Skrá um öll eyrnamörk, brennimörk og frostmörk ásamt öllum bæjarnúmerum í landinu sem Bændasamtök Íslands gefa út skv. reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár, með síðari breytingum.

Sauð- og geitfé