• Email
  • Prenta

Merkingar


18. gr. Merkingar sauð- og geitfjár

Ásetningslömb/-kið skal merkja með plötumerki í lit skv. 6. gr. a.m.k. í annað eyrað. 

     Dæmi um ásetningsmerki fyrir sauðfé.

Litir forprentaðra plötumerkja skulu vera skv. Við-auka með reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingu búfjár.

     
Varnarsvæði og varnarhólf

Lömb og kið skal merkja með forprentuðu merki (lamba-/kiðamerki) innan 30 daga frá fæðingu.

    
Dæmi um lamba- og kiðamerki

Á merkjunum skal koma fram bæjarnúmer skv. Landsmarkaskrá og lambanúmer innan hjarðar. 
    Kiða-/Lambabúmer = Einkvæmt númer kiða/lamba innan hvers býlis innan fæðingarárs.

Endurnýting lamba- og kiðamerkja er óheimil nema með leyfi Matvælastofnunar. 
Ekki er krafist einstaklingsmerkja á alifugla 

15. gr. Merkingar alifugla

Framleiðandi skal auðkenna hvern alifuglahóp í útungunarstöð með sérstöku hópnúmeri. Númer þetta skal vera minnst tíu tölustafir og þannig uppbyggt, að fyrstu þrír tölustafirnir auðkenna alifuglaframleiðandann, síðan koma tveir tölustafir fyrir árið, tveir fyrir vikuna sem ungarnir eru klaktir í, einn fyrir raðnúmer eldishópsins innan viku og loks tveir fyrir húsnúmer.


Svín = Ásett lifdýr, gyltur og geltir.
Grís
= Spena-, fráfæru- eða eldisgrís

 

16. gr. Merkingar grísa og svína

  • Aðkeypt svín skulu merkt skv. 6. gr. í upprunahjörð.
  • Heimaaldar ásetningsgyltur skal merkja skv. 6. gr. við tilhleypingu.
  • Heimaalda ásetningsgelti skal merkja skv. 6. gr. eigi síðar en við 6 mánaða aldur.

    Dæmi um ásetningsmerki fyrir svín

Grísi má merkja með tvenns konar hætti:
Framleiðandi skal velja um aðferð A eða B og nota aðra hvora þeirra en ekki báðar.

ATH ! Fráfærugrísi, sem seldir eru frá upprunahjörð, skal þó ávallt merkja með fjögurra stafa eldisnúmeri í eyra (aðferð A)

Aðferð A: Spenagrísir merktir.

Allir spenagrísir skulu merktir innan 20 daga frá fæðingu með fjögurra stafa eldisnúmeri (húðflúri) í eyra.

Aðferð B: Spenagrísir ekki merktir.

Engin merking, nema grísir fái meðhöndlun með lyfjum ! Þá skal merkja alla grísi nema spenagrísi með raðnúmeri (plastmerki í eyra).

17. gr. Merkingar hrossa

Öll hross skal örmerkja eða frostmerkja.

Öll ásetningsfolöld skulu örmerkt eða frostmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur.

Folöld, sem slátrað er fyrir 10 mánaða aldur, skulu auðkennd þannig að fæðingarnúmer móður sé gefið upp við slátrun.

Ekki er gerð krafa um að hross sem fædd eru fyrir
1. janúar 2003 séu merkt skv. ákvæðum reglugerðarinnar nema sérstakar
markaðsaðstæður krefjist.

14. gr. Merkingar nautgripa

Nautgripir skulu merktir með forprentuðu plötumerki í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu.

Skylda er að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem er gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.

     Dæmi um ásetningsmerki fyrir nautgripi.

Auðkenni =  er aðgreining eins kálfs frá öðrum. Kálfa þarf því að aðgreina með móðurnúmeri. Þetta má t.d. gera með því að hengja hálsband með númeri á kálfinn. Móðurnúmer er gefið upp og tengt við númer hálsbandsins. Ekki er fullngæjandi að gefa upp mæðranúmer á blaði ef fleiri en einn kálfur er sendur til slátrunar og mæðranúmerin eru ekki tengd við númer kálfanna.

Ómerktir nautgripir sem fæddir eru fyrir 1. september 2003 skulu merktir frá og með 1. janúar 2006

Merkta nautgripi þarf ekki að endurmerkja ef

     - þeir eru fæddir fyrir 1. september 2003
     - þeir eru skráðir í kynbótaskýrsluhaldskerfi Bændasamtaka Íslands*                  
     - þeir eru einstaklingsmerktir á fullnægjandi hátt

Fullnægja þarf öllum ofangreindum skilyrðunum.

 * Við gildistöku reglugerðarinnar (2. mars 2005)

Einstaklingsmerktir á full-nægjandi hátt = Númer grips kemur fram á merki.
Búsnúmer fylgir með grip.