• Email
 • Prenta

Hjarðbók


7. gr. Hjarðbók

Umráðamaður búfjár er ábyrgur fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarðbók, annaðhvort í gagnagrunn eða á skýrsluform, sem skráningaraðili lætur í té og viðurkennt er af Matvælastofnun.

Eftirfarandi upplýsingar um hross skal skrá í hjarðbók hrossa (WorldFeng):

 1. Fæðingarnúmer
 2. Fæðingardag/-mánuð/ár
 3. Fæðingarnúmer móður.
 4. Dagsetningu dauða eða slátrunar.
 5. Dagsetningu útflutnings. 

Hjarðbókin er Worldfengur, gagnagrunnur sem hannaður hefur verið af tölvudeild Bændasamtaka Íslands.

WorldFengur = www.worldfengur.com
Til að skrá sig inn þarf að sækja um notendanafn og lykilorð hjá Bændasamtökum Íslands.

7. gr. Hjarðbók 

Umráðamaður búfjár er ábyrgur fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarðbók, annaðhvort í gagnagrunn eða á skýrsluform, sem skráningaraðili lætur í té og viðurkennt er af Matvælastofnun.

Eftirfarandi upplýsingar um svín skal skrá í hjarðbók:

 1. Einstaklingsnúmer.
 2. Fæðingarmánuð og ár.
 3. Kyn dýrs.
 4. Stofn dýrs.
 5. Einstaklingsnúmer móður.
 6. Dagsetningu dauða eða slátrunar.
 7. Alla svína og grísaflutninga til og frá hjörð, bæði varanlega og tímabundna.

Auk þess;

 • nafn, heimilisfang og framleiðandanúmer sendanda og móttakanda;
 • fjölda dýra sem flutt/seld eru;
 • dagsetningu flutnings;
 • nafn og kennitölu flutningsaðila
Þegar nýtt svín kemur inn í hjörð skal skrá einstaklingsnúmer þess. Þegar nýir grísir koma inn í hjörð skal skrá eldisnúmer þeirra.

Hjarðbók fyrir svín er ekki tilbúin ennþá. Hún mun verða í MARKinu, gagnagrunni sem töluvdeild Bændasamtaka Íslands hefur hannað.

7. gr. Hjarðbók

Umráðamaður búfjár er ábyrgur fyrir skráningu upplýsinga um öll dýr hjarðar sinnar í sérstaka hjarðbók, annaðhvort í gagnagrunn eða á skýrsluform, sem skráningaraðili lætur í té og viðurkennt er af Matvælastofnun.

Eftirfarandi upplýsingar um nautgripi sauð- og geitfé skal skrá í hjarðbók:    

 1. Einstaklingsnúmer dýrs.
 2. Fæðingarmánuð og ár.
 3. Valnúmer, ef um slíkt er að ræða.
 4. Kyn dýrs.
 5. Stofn dýrsins.
 6. Einstaklingsnúmer móður.
 7. Dagsetningu slátrunar og ef dýrið ferst eða glatast.
 8. Alla flutninga lífdýra til og frá hjörð, bæði varanlega og tímabundna, þó ekki rekstur eða  flutning á afrétt.
 9. Dagsetning flutnings.
 10. Móttekin plötumerki.

Auk þess;

 • nafn, heimilisfang og bús- eða bæjarnúmer sendanda og móttakanda;
 • fjölda dýra sem eru flutt/seld;
 • einstaklingsnúmer dýra sem eru flutt/seld.

Athugið:

Hjarðbókin er MARKið, gagnagrunnur sem hannaður hefur verið af tölvudeild Bændasamtaka Íslands 

Skrá skal upplýsingar rafrænt vegna hjarðbókar fyrir sauðfé með því að fara í skýrsluhaldsgagnagrunninn fyrir sauðfé sem finna má á slóðinni www.fjarvis.is. Sömu aðgangsorð gilda þar og fyrir MARK á slóðinni www.bufe.is

Þeir sem ekki sjá sér fært að skrá upplýsingarnar rafrænt skulu skrá þær í þar til gerðar fjárbækur sem Bændasamtök Íslands afhenda. Hafið samband við Bændasamtök Íslands til þess að nálgast bækurnar eða sendið töluvpóst á fjarvis@bondi.is


MARKið = www.bufe.is

Til að skrá sig inn þarf að sækja um notendanafn og lykilorð hjá Bændasamtökum Íslands. Eyðublöðin (skýrsluformin)  má fá hjá viðkomandi Búnaðarsamböndum eða Bændasamtökum Íslands.