• Email
  • Prenta

Búfjáreftirlit

Skráning búfjárfjölda og fóðurbirgða

Skráning dýrasjúkdóma

Skráning allra sjúkdóma í íslenskum búfénaði

Matvælastofnun undirbýr víðtæka skimun fyrir búfjársjúkdómum hér á landi, með sýnatökum, skráningu og úrvinnslu upplýsinga. Alger forsenda til uppsetningar á slíkum skimunarkerfum er að dýrin sem skoðuð eru séu einstaklingsmerkt, þannig að ferill þeirra sé þekktur allt frá fæðingu til dauða. Skrá skal allar sjúkdómsgreiningar skv. viðaukum 1A, 1B og 2 í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim en um er að ræða 177 sjúkdóma. Þessir sjúkdómar eru ýmist tilkynningarskyldir eða skráningarskyldir á Íslandi, þannig að um hreina lagaskyldu er að ræða.


Grunnur þessara skráninga er síðan notaður til mánaðarlegra tilkynninga til OIE um A og B sjúkdóma á Ísland og árlega um A, B og C sjúkdóma. 

Skráning allrar lyfjanotkunar

Lyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er ekkert einkamál bænda eða dýralækna. Mikil umræða hefur verið um aukið lyfjaónæmi bæði í landbúnaði og á meðal fólks og neytendur eiga kröfu á því að hægt sé að votta að dýraafurðir séu ómengaðar af lyfja- og aðskotaefnaleifum. Benda má á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi vera eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans. Upplýsingar um notkun dýralyfja, þ.e.a.s. magn eftir lyfjaflokkum, dýrategundum, héruðum, sjúkdómum, hjörðum, einstökum dýrum og dýralæknum þurfa að berast í gagnagrunninn. Með því fást haldgóðar upplýsingar um þennan mikilvæga þátt til að unnt sé með rökum að staðfesta að afurðirnar séu ómengaðar og þar af leiðandi öruggar til neyslu.

Skráning hreyfingar /flutnings dýra

Eftirlit með flutningi milli bæja og svæða auk vanhalda. Þetta er mjög þýðingarmikið atriði í baráttunni við útrýmingu dýrasjúkdóma svo sem riðu og garnaveiki sem eru, eins og áður segir, einu tilkynningarskyldu sjúkdómarnir sem finnast hér á landi. Sala lífdýra milli bæja svo ekki sé talað um á milli varnarhólfa þarf að vera rekjanleg og skráð, allt með sama markmið í huga; að geta sannað og rakið tilurð afurðanna. Komi upp grunur um smitsjúdóm þarf að vera hægt að rekja allar ferðir dýra milli hjarða.

Hvers vegna skrá?

Neytendavernd

Íslenskir neytendur eiga skýlausa kröfu á að hægt sé að rekja þau matvæli sem þeim eru boðin til kaups. Ekki er hægt að gera minni kröfur til rekjanleika innlendra matvæla en til innfluttra. Allir bændur og dýralæknar í eftirlitshlutverki innan landbúnaðarins hafa eitt meginmarkmið; að tryggja neytendum örugg og ómenguð matvæli. Bændur verða að líta á sig sem matvælaframleiðendur og sem slíkir þurfa þeir að uppfylla kröfur markaðarins um upplýsingar og rekjanleika á þann hátt að stöðugt ríki trúnaður og traust milli þeirra og neytenda. Mörg af okkar helstu viðskiptalöndum með matvæli s.s. Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Bretland og Írland hafa komið á sambærilegu merkingarkerfi og því sem lagt er til að sett verði á fót hér á landi með reglugerð þessari. Írar hafa t.d. skráð alla sína nautgripi í 51 ár.

Fóður og rekjanleiki þess

Ísland er í Evrópska efnahagsvæðinu varðandi allar reglur um dýrafóður. Þær gerðir ESB sem lúta að einstaklingsmerkingum búfjár heyra undir fóðurkafla samningsins (kjöt- og beinamjöl), vegna þess að tryggja þarf að rekja megi allt til upphafs, þ.e.a.s. hægt sé að votta að viðkomandi afurðir séu af dýrum sem ekki hafi fengið t.d. kjöt- og beinamjöl né fiskimjöl. Þetta táknar að skrá þarf hvaða fóður dýrin hafa fengið á uppeldistímanum.

Kröfur erlendra kaupenda og útflutningshagsmunir

Þegar árið 1999 komu fram athugasemdir erlendra eftirlitsaðila eftir heimsóknir á íslensk býli, um skort á merkingum dýra. Tilgangur þessara aðila var að viðurkenna vinnslustöðvar mjólkur og sláturhús vegna sölu afurða á Evrópumarkað. Í næstu eftirlitsferð ESB má því búast við að hart verði gengið eftir eftir að reglur okkar séu a.m.k. sambærilegar reglum sambandsins.


Við þessu verður að bregðast með því að rekjanleiki afurðanna verði óvéfengjanlegur, ekki síst í ljósi atburða síðustu missera varðandi umræður um fóður og innihald þess. Fyrirtæki sem fengið hafa leyfi til útflutnings til ESB verða að uppfylla sambærilegar reglur og gilda innan sambandsins. Vörunum þurfa að fylgja nákvæm ESB-vottorð, undirrituð og stimpluð af embætti yfirdýralæknis, þar sem tekin er ábyrgð á því að okkar reglur séu sambærilegar reglum ESB.

Þess má geta að fundinn var markaður fyrir íslenskt folaldakjöt í Evrópu sem byggir á ákvæðum reglugerðarinnar um rekjanleikann til móður folaldsins ári áður en ákvæðið tók gildi. ESB er að herða allar reglur sínar varðandi kröfur um rekjanleika afurða. Jafnvel þó við séum ekki meðlimir ESB verðum við uppfylla þessar kröfur ætlum við að selja afurðir okkar inn á þennan stóra og mikilvæga markað.

Í desember 2002 samþykkti framkvæmdastjórn ESB reglur sambandsins um einstaklingsmerkingar sauðfjár og geita sem verið hafa í undirbúningi allt frá því gin- og klaufaveikin geisaði. Reiknað var með að þau taki gildi frá og með 1.júní í ár og líklegt verður að teljast að Ísland þurfi innan skamms að uppfylla hliðstæðar kröfur.

Þess ber þó að geta að um sauðfé er ekki fjallað í reglugerð 463/2003.

Aðbúnaðarreglugerðir

Í aðbúnaðarreglugerðum fyrir þessar dýrategundir er kveðið á um að dýrin skuli vera einstaklingsmerkt. (nr. 438/2002 , 60/2000, 219/1991 og 433/2000 og fl.)

Til varnar því að sjúkdómar berist með innflutningi

Áhættumat vegna innflutnings landbúnaðarafurða byggist m.a. á sjúkdómastöðu útflutningslandsins. Sé staða Íslands betri 

Ítarefni