• Email
  • Prenta

Aflífun á alifuglum

Þeir sem halda alifugla þurfa einhvern tímann að koma að aflífun eða slátrun þeirra. Þessar leiðbeiningar eiga að hjálpa til þess að aflífa einstaka alifugla á mannúðlegan hátt. Fagfólk sem og áhugafólk þarf að hafa þekkingu á því hvernig er farið að því með snöggri aðferð án þess að það valdi fuglum óþarfa sársauka, streitu og vanlíðan.

Það er flestum erfitt að aflífa dýr, en þrátt fyrir það getur það verið nauðsynlegt og þarf þá að vera gert á mannúðlegan hátt. Mikilvægt er að þeir sem halda alifugla geti aflífað þá tafarlaust, þegar þess gerist þörf, svo sem við slys og í þeim tilfellum þar sem dýrið á ekki von á bata, t.d. vegna sjúkdóma. Ef umsjónarmaður treystir sér ekki til að aflífa sjálfur er nauðsynlegt að hann geri ráðstafanir fyrirfram hvernig hann getur leyst það, t.d. með því að leita aðstoðar annarra.

Þessar leiðbeiningar eiga ekki við um slátrun á alifuglum í sláturhúsum né heldur um aflífun á stærri fuglahópum.

Sumum getur fundist óþægilegt að lesa þessar leiðbeiningar sem þurfa að vera nákvæmar, til að tryggja að aflífun eða slátrun fari rétt fram. Þeim er ráðlagt að halda ekki áfram lestri.