• Email
  • Prenta

Bændur-fóðurblöndun

Matvælastofnun skal hafa eftirlit með allri framleiðslu fóðurs fyrir dýr sem alin eru til matvælaframleiðslu samkvæmt breytingum á lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri sem tóku gildi 1. mars. 2010.  Matvælastofnun skal því hafa eftirlit með allri fóðurframleiðslu bænda auk framkvæmdar fóðrunar á bændabýlum. 

Bændur sem afla heyja, rækta bygg, fóðurkál eða annað gróffóður þurfa að uppfylla kröfur í reglugerð nr. 107/2010 um innleiðingu reglugerðar EB nr. 183/2005 um kröfur varðandi hollustu fóðurs.  Samkvæmt þeim kröfum þurfa bændur að taka í notkun innra gæðakerfi sem byggir á góðum starfsvenjum.

Bændur sem nota aukefni eða forblöndur aukefna í fóðurblöndur þurfa að skrá starfsemi sína hjá Matvælastofnun og fá sérstaka heimild (samþykki) til að nota aukefni eða forblöndur. Þeir skulu gera áætlun um innra eftirlit sem byggir á GÁMSS (greiningu áhættuþátta og mikilvægra stýristaða).