• Email
  • Prenta

Alifuglarækt

Eftirlit með salmonellu - sýnataka og frumvinnsla sýna 

Matvælastofnun gefur út leiðbeiningar um sýnatökur úr alifuglahópum samkvæmd tilvísunum sem fram koma í landsáætlun um varnir og viðbrögð við salmonellu í alifuglum.

Áætlun um eftirlit:

Yfirlit yfir leiðbeiningar um sýnatökur vegna salmonellu:

Yfirlit yfir leiðbeiningar um sýnatökur vegna kampýlóbakter:

Stuðull til umreikningar á sláturþyngd yfir í lífþyngd kjúklinga

Skv. 4. mgr. í 28. grein reglugerðar nr. 135/2015 um velferð alifugla ber Matvælastofnun að tilkynna um stuðul til að umreikna úr sláturþyngd kjúklinga yfir í lífþyngd. Eftirfarandi stuðull tekur gildi 1. janúar 2020.

Við ákvörðun á stuðli til umreikninga fyrir Ross 308 kjúklingastofninn var stuðst við handbók ræktanda stofnsins, Aviagen, í Bretlandi: Ross 308 / Ross 308 FF broiler performance objective 2019. Á bls. 11 kemur fram áætlað hlutfall sláturþyngdar eftir því hver lífþyngd fuglsins er.

Miðað við þessar upplýsingar hefur Matvælastofnun ákveðið eftirtalda stuðla til umreikninga úr sláturþyngd í lífþyngd fugla:

Sláturþyngd Umreikningsstuðull, sláturþyngd margfölduð með
Til og með 1,45 kg/sláturskrokk 1,39
Frá 1,45 - 1,76 kg/sláturskrokk 1,37
Yfir 1,76 kg/sláturskrokk 1,35

Ítarefni