Efni sem snerta matvæli

Efni og hlutir sem snerta matvæli mynda fjölbreytt og nokkuð flókið svið. Mörg  mismunandi efni eru notuð s.s. plast, pappír, málmar, viður, lökk, lím, prentlitir og fleira.  Efnin sem notuð eru eru ýmist notuð ein og sér eða með öðrum t.d. í marglaga fjöllaga fjölefna hlutum s.s. dæmigerðri mjólkurfernu sem samsett er úr plasti, pappír , álfilmu, lími og prentlitum. Enn fremur eru mörg mismunandi efni notuð við framleiðsluna s.s. einliður og aukefni (t.d. mýkingarefni í plast), litarefni og leysar.

Efni og hlutir í snertingu við matvæli eru hugsanlegur uppruni mengunar í allar gerðir matvæla  þar sem flest matvæli komast venjulega í snertingu við efni og hluti s.s. í gegnum framleiðslubúnað, vinnslutæki, síló og rörakerfi, umbúðir og áhöld og fleira.

Öll efni og  hlutir sem eru í snertingu við matvæli eða er ætlað að komast í snertingu við matvæli þurfa að uppfylla þá löggjöf sem um þau gilda. Innra eftirlit fyrirtækja, hvort sem er framleiðenda, dreifingaraðila eða matvælafyrirtækja sem nota vörurnar, skal koma í veg fyrir mengun frá efnum og hlutum í matvælum. Hér má finna reglugerðir um snertiefni matvæla.

Undirflokkur og tengiliður