Fæðubótarefni

Fæðubótarefni eru matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði og eru með hátt hlutfall af vítamínum, steinefnum eða annars konar efnum sem hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif. Þessi efni geta verið ein sér eða blönduð saman, og eru markaðssett í formi skammta, nánar tiltekið sem hylki, brjóstsykur, töflur, pillur og í öðru svipuðu formi, duftpokar, vökvaampúlur, dropaglös og í öðru svipuðu formi vökva og dufts sem er ætlað til inntöku í mældum, smáum skömmtum. Fæðubótarefni skulu hafa næringar- eða lífeðlisfræðileg áhrif sem gerir það að verkum að oft er erfitt að greina á milli þeirra og lyfja. Leiki vafi á um hvort vara sé lyf eða fæðubótarefni þá sker Lyfjastofnun úr um það.
Undirflokkur og tengiliður