Útgáfa

Samkvæmt 19. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli hefur Matvælastofnun (MAST) m.a. það hlutverk að halda uppi fræðslu fyrir almenning um þau málefni sem lögin ná til og falla að starfssviði Matvælastofnunnar. Stofnunin vinnur jafnframt að eflingu fræðslustarfs fyrir þá sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla og veitir ráðgjöf við gerð námsefnis fyrir kennslu um matvæli og meðferð þeirra. Matvælastofnun sinnir þessu hlutverki með virkum fréttaflutningi, útgáfu bæklinga, skrif fræðslupistla og greina, fyrirlestraröð, birtingu eftirlitsniðurstaðna og skýrslugerð um opinbert eftirlit.
Undirflokkur og tengiliður