Matvælastofnun

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar er á Selfossi að Austurvegi 64 og er móttakan opin alla virka daga frá kl. 9:00 - 16:00. Matvælastofnun hóf störf 1. janúar 2008 þegar Landbúnaðarstofnun, matvælasvið Umhverfisstofnunar og matvælasvið Fiskistofu voru sameinuð undir einum hatti. Stofnunin sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Matvælastofnun starfar undir yfirstjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, sem sett hefur reglugerð nr. 1/2008  um skipulag og starfsemi MAST. Aðalskrifstofa er á Selfossi, en stofnunin rekur einnig umdæmiskrifstofur víðs vegar um landið og skrifstofu inn- og útflutningsmála í Reykjavík, auk landamærastöðva vegna innflutnings sjávarafurða frá ríkjum utan EES.

Undirflokkur og tengiliður