Matarsýkingar

Matareitranir og matarsýkingar af völdum örvera hafa, ásamt eitrunum vegna aðskotaefna í matvælum, samheitið matarsjúkdómar. Algengustu orsakir matarsjúkdóma eru rangt hitastig og skortur á hreinlæti, sem hafa orðið til þess að örverur hafa náð sér á strik í matvælum. Talið er að til heilbrigðisyfirvalda fréttist aðeins um lítinn hluta matarsjúkdóma og er oft talað um að það sé eins og toppurinn á ísjaka. Tilkynna á heilbrigðiseftirliti ef grunur er á matareitrun eða matarsýkingu í heimahúsi eða annarsstaðar. 

 


Undirflokkur og tengiliður