• Email
  • Prenta

Eftirlit með sauðfjárrækt

Við eftilit með sauðfjárhaldi nota starfsmenn Matvælastofnunar samræmdan gátlista.

Bú sem halda sauðfé eru yfirleitt með fjóra eftirlitsþætti:

  1. Um aðbúnaði dýranna á að fara eftir lögum  nr. 55/2013 um velferð dýra og reglugerð þar um.

  2. Búin eru matvælaframleiðendur sem fellur undir lög nr. 93/1995 um matvæli.
    1. Um kjötframleiðsluna gilda lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum 
    2. Þá hafa verið innleiddar ýmsar reglugerðir skv. matvælalöggjöf ESB.
  3. Flest búin teljast vera fóðurframleiðendur og fer eftilirlitið skv. lögum nr. 22/1994 um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri og gildandi reglugerðum um fóðurframleiðslu.

  4. Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla krefst séstaks eftirlits skv. reglugerð nr. 1160/2013.

Bóndinn eða umráðamaðurinn er ábyrgur fyrir því að lögum og reglum um velferð dýranna og framleiðslu matvæla og fóðurs og gæðastýrða sauðfjrárframleiðslu sé fylgt.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því hvort reglunum er fylgt. Eftilitið skal vera byggt á áhættuflokkun sem er stöðugt í endurvinnslu.

Matvælastofnun hefur gefið út skýrslu,  Áhættuflokkun Matvæli úr dýraríkinu og fóður. Kosturinn við að nota áhættuflokkun er að eftirlitið verður markvissara og kostnaður fyrirtækjanna tekur mið af frammistöðu þeirra.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að eftilitsmaðurinn á ekki að gera boð á undan sér verði því viðkomið. Annars skal boða eftilitið með eins stuttum fyrirvara og hægt er.

Umráðamanni fyrirtækis skylt að veita eftilitsmanni aðgang að öllum eftilitsskyldum hlutum fyrirtækisins og þeim pappírum og tölvugögnum sem hann á að hafa eftilit með.

Umráðamanni er skylt að veita Matvælastofnun aðstoð við sýnatöku vegna skimunar eftir sjúkdómum.

Ítarefni